Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Þriðji Óðinsdagur í Gormánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. maí. 2009 08:05

Styrkja þjónustuver Kaupþings

Viðskiptavinir Nýja Kaupþings hafa undanfarið orðið varir við tregðu þegar ná þarf sambandi við þjónustuver og starfsmenn bankans. “Ástæður fyrir þessum erfiðleikum eru nokkrar. Í fyrsta lagi kom upp bilun í símkerfi bankans auk þess sem ýmiss önnur tæknileg vandamál voru að hrjá okkur. Á sama tíma hefur verið stóraukið álag vegna komu nýrra viðskiptavina frá SPRON og SPM. Það sem við erum nú að vona er að þessi tæknivandamál séu að verða yfirstaðin og eins líka álag vegna nýrra viðskiptavina fari minnkandi, enda fækkar spurningum og erindum frá nýjum viðskiptavinum eftir því sem þeir venjast nýju umhverfi,” segir Bernhard Þór Bernhardsson útibússtjóri Nýja Kaupþings í Borgarnesi í samtali við Skessuhorn.

Hann segir að búið sé að fjölga verulega starfsfólki í þjónustuveri Kaupþings og sé nú vonast til að símsvörun batni og ekki myndist löng bið í kerfinu. “Við vonum samt að fólk geri sér grein fyrir því að nú eru ekki eðlilegir tímar í bankakerfi landsins og álagið sé mikið vegna fjárhagsörðugleika fyrirtækja og einstaklinga. Þá er einnig hægt að geta þess að við tengdum aftur gömlu símanúmer SPM og Kaupþings í Borgarnesi þannig að viðskiptavinir okkar geta nýtt þau til að ná fyrr sambandi við sína þjónustufulltrúa,” sagði Bernhard Þór að lokum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is