Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. maí. 2009 10:41

Róttækar tillögur um breytingar á háskólum landsins

Háskólar verða tveir ef farið verður að tillögunum
Lögð er til víðtæk endurskoðun háskólasamfélagsins hér á landi í niðurstöðu skýrslu erlendra sérfræðinga sem ríkisstjórn Samfylkingar og Sjálfstæðisflokks réði á sínum tíma til að fjalla um framtíð menntunar, rannsókna og nýsköpunar hér á landi. Niðurstöður skýrslunnar voru kynntar í fyrradag af nöfnunum Katrínu Júlíusdóttur iðnaðarráðherra og Katrínu Jakobsdóttur menntamálaráðherra. Í niðurstöðum sérfræðinganna segir að íslensk stjórnvöld ættu að viðhalda fjárfestingum í menntun á öllum skólastigum, endurskoða mennta- og rannsóknakerfið og sameina háskóla landsins, leggja áherslu á nýsköpun og ná samstöðu um skammtímabreytingar og hrinda þeim síðan hratt í framkvæmd.

Verði farið að tillögum erlendu sérfræðinganna verða íslensku háskólarnir sameinaðir í tvo, en þeir eru sjö í dag. Þetta kallar á endurskipulagningu sem lagt er til að farið verði fljótt í til að hámarka samlegðaráhrif og stuðlað verði að hagræðingu. Tveggja háskóla kerfi er talið líklegast til að hámarka þann árangur. Þá yrði búinn til einn háskóli byggður á Háskólanum í Reykjavík sem sameinaður verði Listaháskóla Íslands og Háskólanum á Bifröst. Annar háskóli byggður á Háskóla Íslands sameinaðist öllum öðrum ríkisháskólum, þar með töldum Landbúnaðarháskóla Íslands. Til skamms tíma litið yrði þá einn einkaháskóli og einn ríkisháskóli starfræktur hér á landi, en til lengri tíma litið yrðu þeir einnig sameinaðir. Tekið er sérstaklega fram í skýrslunni að háskólarnir ættu að halda í landsbyggðarútibúin sem nauðsynlegan hluta starfseminnar. Sérfræðingarnir benda á að íslenskt hagkerfi sé of lítið til að reka háskólasamfélagið í óbreyttri mynd og til að ráða við að keppa á alþjóða vísu á öllum sviðum vísinda, tækni og nýsköpunar. Leggja nefndarmenn til að settur verði upp einn rannsóknarnámsskóli að erlendri fyrirmynd til að brúa bilið milli háskólanna tveggja og gera opinberum rannsóknastofnunum og atvinnulífinu auðveldara að þróa sameiginleg rannsóknaverkefni, kennslu- og rannsóknastöður.

 

Að sögn Katrínar Jakobsdóttur menntamálaráðherra verður sumarið nú nýtt til að rýna betur í tillögur erlendu sérfræðinganna, sér lítist vel á margar þeirra en aðrar þurfi frekari skoðunar við. Rýnihópur um háskólasamfélaginu mun fjalla um þessar tillögur sem og háskólarektorar landsins.

Ef farið verður að tillögum erlendu sérfræðinganna að hluta eða öllu leyti munu þær snerta báða háskólana í Borgarfirði og sjálfstæði þeirra verða hverfandi. Þó telja aðilar innan háskólasamfélagsins líklegt að sérstaða ákveðinna deilda verði efld í þeim, en yfirstjórn færist suður, enda sé stefnt að verulegri hagræðingu með fækkun háskóla niður í tvö og síðar í einn.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is