Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. maí. 2009 04:01

Tveir Borgnesingar Norðurlandameistarar

Fögnuðurin var mikill í mótslok.
Ljósm. karfan.is
Tveir körfuboltastrákar úr Skallagrími fögnuðu stórglæsilegum árangri og Norðurlandameistaratitli með U18 landsliðinu í Solna í Svíþjóð um helgina. Þetta eru þeir Sigurður Þórarinsson og Trausti Eiríksson, en þeir voru líka í U16 landsliðinu sem varð Norðurlandameistari fyrir tveimur árum. Einnig má segja að hálfur Borgnesingur til viðbótar sé í nýkrýndu meistaraliði því Tómas Tómasson (Holton) er sonur Önnu Bjarkar Bjarnadóttur sem fædd og uppalin var í Borgarnesi.

Íslendingar unnu Finna í úrslitaleik á sunnudag, 79:69. Sigurður var besti maður Íslands í í leiknum, skoraði 23 stig og tók 10 fráköst. Trausti skoraði þrjú stig í leiknum. Þeir Sigurður og Trausti hafa báðir verið að leika veigamikil hlutverk í Skallagrímsliðinu að undanförnu og koma án efa til með að verða burðarásar í liðinu á komandi árum, enda stórir og öflugir strákar. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is