Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Þriðji Óðinsdagur í Gormánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. maí. 2009 04:33

Tófa gerði usla í æðarvarpinu í Litlu Brákarey

Búið að vinna á tófunni. Ljósm. Kristján Ingi Hjörvarsson
Uppi varð fótur og fit hjá íbúunum við Englendingavík í Borgarnesi í hádeginu í dag þegar lágfóta sást laumast í fjörunni. Þaðan stefndi hún ótrauð út í Litlu Brákarey þar sem mikið æðarvarp er í umsjón Finns Torfa Hjörleifssonar fyrrum dómara.  Með miklum köllum og látum var rebba ítrekað snúið við og hann hrakinn til baka frá eynni.  Hann faldi sig þá í grjóturðinni neðan við Rauða-torgið og beið þar færis.  Theodór yfirlögregluþjónninn í Borgarnesi, sem býr í húsi sínu „Ystu Nöf” næst sjónum, tók matarhlé sitt utan dyra og stóð þar vaktina á meðan náð var í meindýraeyði og refaskyttu bæjarfélagsins.  Sá aðili bætti um betur og mætti á staðinn með minnkaveiðihundinn Nælu og í sameiningu var unnið á refnum þegar hann stökk út úr urðinni í hinsta sinn. 

Ljóst er að refurinn hefur farið út í eyjuna nóttina áður og valdið þar töluverðum usla og hreinsað egg úr um 30 hreiðrum. Tekist hefur að ná upp töluverðu varpi í eyjunni á nokkrum árum og í fyrra voru þar upp undir 200 hreiður í umsjón Finnst Torfa.

 

Á myndinni er búið að vinna á tófunni og stolt Næla fylgist með. Ljósm. Kristján Ingi Hjörvarsson.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is