Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. maí. 2009 11:03

Alvarlegar athugasemdir gerðar við fóðrun og aðbúnað hrossa

Gerðar hafa verið alvarlegar ábendingar, með kröfu um úrbætur, vegna fóðrunar og aðbúnaðar hrossa á tveimur bæjum á Mýrum. Torfi Bergsson, búfjáreftirlitsmaður Búnaðarsamtaka Vesturlands og Gunnar Gauti Gunnarsson, héraðsdýralæknir rituðu bréf dagsett 5. maí 2009 til sveitarstjórnar Borgarbyggðar, sýslumanns, yfirdýralæknis, Heilbrigðiseftirlits Vesturlands og ábúenda jarðanna sem í hlut eiga, þar sem greint er frá sérstökum eftirlitsferðum sem farnar voru að báðum þessum bæjum 30. apríl síðastliðinn.  Um heimsókn á annan bæinn segir orðrétt í lýsingu þeirra Gunnars og Torfa: “Nú þegar við fórum blasti við okkur mörg dauð hross í skurði sem hálfpartinn hafði verið grafið yfir og hræ af folaldi hafði verið troðið niður við heyrúllur sem gefnar höfðu verið. Hræ af einu hrossi var einnig í skurði sem fullur var af vatni.” Þá segir í lýsingu þeirra að fóður hafi verið lélegt. Á hinum bænum eru einnig gerðar alvarlegar athugasemdir um fóðrun útigangshrossa. Þau séu vanfóðruð, með ljóta hófa og að fleiri hross hafi verið verulega aflögð.

Nánar er greint frá málinu í Skessuhorni sem kom út í dag.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is