Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
27. maí. 2009 02:03

Bjarni landar fullfermi af síld fyrir austan

Bjarni Ólafs landaði á Neskaupsstað í morgun.
Ljósm. Árni Þorgeirsson
„Það er allt að lifna hérna og margir að vinna við síldina, enda er hún feit og falleg og fer öll til manneldis,“ sagði Gísli Runólfsson skipstjóri á Bjarna Ólafssyni AK, þegar Skessuhorn náði tali af honum fyrir hádegið í dag, en þá var verið að ljúka við löndun úr skipinu, sem kom með fullfermi til Norðfjarðar í gærmorgun, um 700 tonn til Síldarvinnslunnar. Þetta var önnur veiðiferð Bjarna á síldarvertíðinni, í þeirri fyrstu var hann líka með fullfermi.  „Við erum búnir að vera átta daga að heiman og komum væntanlega ekki á Skagann fyrr en í haust. Síldin heldur sig núna um 150 mílur norðaustur af landinu og mörg skip mætt á miðin. Það tekur um og yfir sólarhring að landa þeim afla fullfermisafla eins og Bjarni hefur verið með í þessum fyrstu tveimur veiðiferðum. Skipið fer aftur á miðin fljótlega eftir að löndun er lokið um hádegisbilið.

„Jú það er ekkert skemmtilegra en á síldinni þegar vel veiðist og hún er jafn feit og falleg og núna. Það er stemning í mannskapnum þegar nótin kemur upp úr og það glampar vel á silfur hafsins,“ sagði Gísli. Þeir eru ellefu um borð á Bjarna Ólafs. Kvótinn er tíu þúsund tonn og segir Gísli að það verði að duga fram á haustið. „Auðvitað er þetta heilmikil vinna, en þó að veiðist vel þá er aðbúnaðurinn orðinn svo góður um borð í skipunum og góð vinnuaðstaða, að þetta er enginn þrældómur á mannskapnum,“ segir Gísli.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is