Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
28. maí. 2009 01:03

Reynt að skapa 50 atvinnulausum ungmennum verkefni

Gísli S Einarsson, bæjarstjóri
„Við erum þessa dagana á fullu í að undirbúa atvinnuátaksverkefni til að skapa vinnu fyrir framhaldsskólanema í sumarfríinu, hópinn fyrir ofan vinnuskólaaldurinn, 18-20 ára. Við könnuðum hvernig atvinnuástand er hjá þessum hópi og það kom í ljós að þetta eru um 50 ungmenni sem vantar vinnu. Við munum gera allt sem við getum til að skapa þeim verkefni í sumar. Þetta verða umhverfisverkefni á öllum sviðum,“ segir Gísli S. Einarsson bæjarstjóri á Akranesi í samtali við Skessuhorn. Gísli segir að fyrir Vinnumálastofnun liggi umsóknir um verkefni sem snúist mest um gróðursetningu og umhirðu í bænum. Unnið hafi verið að þessum verkefnum á Akranesstofu að undanförnu. Sumt tengist verkefninu „Viskubrunni“ í skógræktinni við Garðalund og annað á skógræktinni í Slögu, sem er upp undir Akrafjalli.

„Annars er þetta umhirða og snyrting á ýmsum sviðum, sem miðar að því að gera bæinn fallegri. Eins og þið hafið tekið eftir er þegar komið talsvert af ungu fólki út til vinnu í bænum og því á eftir að fjölga mikið á næstu dögum,“ segir Gísli S. Einarsson.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is