Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
28. maí. 2009 02:03

Vel heppnuð vísindavika hjá LbhÍ

“Vísindavikan gekk mjög vel. Krakkarnir voru ánægð með það sem þeir sáu, gerðu og heyrðu,” segir Áskell Þórisson, útgáfu- og kynningarstjóri Landbúnaðarháskóla Íslands í samtali við Skessuhorn. Í síðustu viku tóku tíu nemendur úr framhaldsskólunum þremur á Vesturlandi þátt í vísindaviku skólans. Markmiðið með henni var að kynna nemendunum náttúruvísindi og efla áhuga þeirra á þeim fræðum. Áskell segir forsvarsmenn skólans lengi hafa velt fyrir sér hvernig auka mætti áhuga framhaldsskólanema á náttúruvísindum og hvernig væri best að sýna ungu fólki hvað náttúrufræðingar væru að gera. “Svar okkar var þessi vísindavika sem var í samstarfi við framhaldsskólana á Vesturlandi. Ég dáðist mest að eljunni og kraftinum í krökkunum. Dagskráin var stíf. Það var alltaf byrjað fyrir klukkan átta á morgnana og verið að fram á kvöld. Þrátt fyrir það var aldrei þreytumerki að sjá á krökkunum. Þau voru bara jákvæð og ánægð.”

 

 

Sem dæmi um verkefnin segir Áskell að þau hafi skoðað plöntur í bak og fyrir, rannsakað jarðveg, farið í jarðfræðiferð um Hítardal, veitt fiska og krufið, farið í rannsóknafjárhús skólans og eins í fjósið. Þau hafi líka fengið smjörþefinn af því að vinna á alvöru rannsóknastofu. “Til að hafa nú smá fjör þá samdi ég við björgunarsveitina Ok um að leyfa þeim að fara í bjargsig og eins fengu þau að fara á hestbak. Ég mæli alveg sérstaklega með þeim í Oki. Þar eru sannir fagmenn. Já, íslenskt samfélag þarf á fleiri náttúruvísindamönnum að halda – og það er ekkert vandamál að kveikja áhuga nemenda á náttúrufræðum - jafnt þeim sem eru kennd við LbhÍ og við aðra háskóla. Okkur ber skylda til þess að ná til krakkanna og það viljum við gera sem störfum hjá LbhÍ.”

 

Auk kennara skólans miðluðu starfsmenn Norðuráls á Grundartanga og Veiðimálastofnunar af reynslu sinni. “Þessi tilraun var ekki stór í sniðum en hún hefur vakið mikla athygli og ekki síst fyrir þá sök að hér var reynt að leyfa nemendunum að skoða og snerta á því sem er verið að gera. Vaxtarsamningur Vesturlands studdi þessa tilraun og ég er þegar farinn að kanna hvort stofnanir og fyrirtæki vilji vinna með okkur í næstu vísindaviku og hafa hana stærri í sniðum,” segir Áskell Þórisson.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is