Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. maí. 2009 09:03

Rjúpnastofninn í sókn

Samkvæmt upplýsingum Ólafs K. Nielsen sérfræðings Náttúrufræðistofnunar Íslands er rjúpnastofninn víðast hvar um landið í uppsveiflu. Fjöldi rjúpna var hins vegar enn í lágmarki á talningarsvæðinu við Dunk á Skógarströnd og nærri meðallagi á talningarreit á Mýrum. Aðrar talningar starfsmanna Náttúrufræðistofnunar á Mýrum bentu hins vegar til fjölgunar. 

Í maímánuði ár hvert tekur starfsfólk Náttúrustofu Vesturlands þátt í vöktun rjúpnastofnsins með því að aðstoða starfsmenn Náttúrufræðistofnunar Íslands við talningu rjúpu á athugunarsvæði á Mýrum. Starfsfólk Náttúrustofu telur sjálft á öðru svæði við sunnanverðan Hvammsfjörð. Að þessu sinni voru talningarmenn við Hvammsfjörð fjórir; forstöðumenn Náttúrustofu Vesturlands og Háskólaseturs Snæfellsness og tveir ungir og efnilegir aðstoðarmenn, Einar Jóhann Lárusson og Aron Alexander Þorvarðarson nemendur í 8. bekk Grunnskólans í Stykkishólmi.  

Róbert Stefánsson forstöðumaður Náttúrustofu Vesturlands segir að talningin hafi gengið vel og samkvæmt henni sé rjúpnastofninn heldur í sókn á svæðinu. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is