Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. maí. 2009 10:36

Gagnrýnir stjórnun lífeyrissjóða

Vilhjálmur Birgisson formaður Verkalýðsfélags Akraness gagnrýndi harðlega aðkomu atvinnurekenda að stjórnun lífeyrissjóðsins Festu, á ársfundi sjóðsins fyrir skömmu. Langflestir félagar VLFA greiða í Festu. Tryggingafræðileg afkoma sjóðsins við árslok 2008 var neikvæð um 8%. Á ársfundinum var samþykkt að lífeyrisgreiðslur til sjóðsfélaga yrðu skertar um 2,5% og að réttindataflan yrði einnig skert um 2,5%.  Eignir Festu í árslok 2008 voru 54,6 milljarðar og lækkaði um rúmlega 700 milljónir eða um 1,3%. Gjaldfærð niðurfærsla á árinu var hins vegar tæpir 5,8 milljarðar sem skýrist af falli bankanna. Þessu til viðbótar var einn milljarður til viðbótar afskrifaður í mars á þessu ári. Vilhjálmur vekur athygli á því á heimsíðu félagins að af hverju 10.000 króna framlagi sjóðsfélaga í Festa inni hann sér aðeins rétt fyrir 1.261 krónu sem þýðir að ávinnslan er einungis 12,6% af framlaginu.

Með öðrum orðum þá færu 87,4% af framlagi hvers sjóðsfélaga í samtrygginguna og rekstur lífeyrissjóðsins. „Á þeirri forsendu velti ég því fyrir mér hvort þetta geti talist besta kerfið fyrir launþega þessa lands. Ég held það væri nær að leita eftir samningum við tryggingafélögin til að minnka samtryggingarþáttinn.“

 

Vilhjálmur sagði á fyrrnefndum ársfundi Festa að það væri í hæsta máta óeðlilegt að atvinnurekendur ættu aðkomu að stjórnum sjóðanna. Það væri mat stjórnar VLFA að atvinnurekendur ættu ekkert að gera með að véla með lífeyrir launafólks. Einnig væri það afar óeðlilegt að fulltrúar atvinnurekenda tækju ákvarðanir um fjárfestingar sjóðanna því klárlega geta hagsmunatengsl fulltrúa atvinnurekenda haft áhrif á fjárfestingastefnu sjóðanna.

 

„Það er skylda verkalýðshreyfingarinnar að vinna af fullum krafti að því að koma fulltrúum atvinnurekenda sem fyrst út úr stjórnum lífeyrissjóðanna. Það er sorglegt að sjá hvernig fjárfestingastefna lífeyrissjóðanna leikur nú sjóðsfélaga þegar við blasir að lífeyrissjóðirnir eru að tapa tugum milljarða á hruni bankanna,“ sagði Vilhjálmur Birgisson.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is