Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. maí. 2009 12:03

Loks sigur hjá Skagamönnum

Sigurmarkið skorað.
Ljósm. þá
Skagamönnum er létt eftir að ÍA-liðinu tókst loks að vinna sigur í 1. deildinni þegar Afturelding kom í heimsókn í gærkvöldi. En Skagamenn þurftu að hafa mikið fyrir þessum sigri í erfiðum aðstæðum og gegn verðugum andstæðingi á Akranesvelli. Sérstaklega var það fyrri hálfleikurinn sem var strembinn, en þá gengu kalsahryðjur yfir og leikmenn áttu með köflum erfitt með að halda boltanum inni á vellinum. Spilamennskan og fótboltinn var því ekki beysinn lengi vel og liðunum gekk erfiðlega að skapa sér færi. Það voru gestirnir sem höfðu öllu betri tök á miðsvæðinu framan af leik en það var greinilegt að  tvíburarnir, sem báðir voru í byrjunarliðinu að þessu sinni, höfðu messað vel yfir mannskapnum í leikhléinu. Miklu hressara Skagalið mætti til seinni hálfleiks.

Það hresstist þó ekki verulega yfir sóknarleiknum fyrr en Andri Júlíusson kom inn á fyrir Ólaf Valdimarsson þegar korter var liðið af seinni hálfleiknum. Barátta og hreyfanleiki Andra veitti meiri ógn og það var einmitt hann sem átti mikinn þátt í því að Skagamönnum tókst að brjóta ísinn um miðjan hálfleikinn á 68. mínútu. Andri gaf þá boltann fyrir markið þar sem Jón Vilhelm Ákason var vel staðsettur og skoraði. Skagamenn höfðu góð tök á leiknum og voru ekki langt frá því að bæta við marki. Gestirnir í Aftureldingu gerðu svo harða hríð að marki ÍA undir lokin. Þá varði Trausti með tilþrifum þrumuskot og í uppbótartímanum var stíf pressa sem Skagamenn stóðust og innbyrtu sigurinn. ÍA er nú með fögur stig í deildinni eftir fjóra leiki og mætir næst Haukum sem er eitt efsta liðið í deildinni, á Ásvöllum næstkomandi föstudagskvöld.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is