Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. maí. 2009 11:21

Alvarlegur læknaskortur í Borgarnesi

Heilsugæslustöðin í Borgarnesi
Fram á þriðjudag í næstu viku verður aðeins einn heimilislæknir starfandi við Heilsugæslustöðina í Borgarnesi en þeir eiga að vera þrír en fjórir frá 1. júní. Engir læknar hafa sótt um lausar stöður þrátt fyrir auglýsingu og hefur þessi læknaskortur verið frá síðustu mánaðamótum. Framundan er ein stærsta ferðahelgi sumarsins og má búast við miklum fjölda fólks á ferð um héraðið og í sumarhúsin. Þegar þannig háttar getur íbúatala héraðsins hæglega fjórfaldast og þá gefur auga leið að einungis einn starfandi læknir nær trauðla að sinna þeim fjölda útkalla sem geta orðið við slíkar aðstæður. Byggðaráð Borgarbyggðar samþykkti á fundi sínum í fyrradag að óska eftir viðræðum við heilbrigðisráðherra um ástandið á Heilsugæslustöðinni í Borgarnesi.

Næstkomandi þriðjudag mæta tveir læknakandidatar til starfa og verða þeir í sumar við stöðina. Þrátt fyrir að þeir geti sinnt ýmissi þjónustu þá þarf alltaf að lágmarki einn heimilislæknir að vera á bakvakt. Að óbreyttu á hann samkvæmt því aldrei frí. Störf lækna voru auglýst til umsóknar í byrjun maí en þrátt fyrir auglýsingum hefur enn enginn sótt um, að sögn Guðrúnar Kristjánsdóttur framkvæmdastjóra. “Við fengum eina fyrirspurn eftir síðustu auglýsingu en enga umsókn. Við auglýsum aftur eftir læknum til starfa næstkomandi sunnudag og ég ætla bara rétt að vona að einhverjir sæki um hjá okkur því þetta er ófremdarástand,” segir Guðrún.

Tveir af þeim læknum sem störfuðu við stöðina í vetur hættu fyrir skömmu. Annar fór til starfa í Noregi en hinn fékk vinnu á höfuðborgarsvæðinu. Í fjölmiðlum að undanförnu hefur komið fram að mikil eftirspurn er eftir læknum héðan til starfa erlendis en þar bjóðast þeim betri kjör og minna vinnuálag en hér á landi. Ástandið í Borgarnesi endurspeglar þetta ástand.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is