Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. maí. 2009 01:04

Sextán tilboð í vegarkafla í Laxárdal

Hart er barist um þau fáu verk sem Vegagerðin býður út á þessu ári og tilboðin mörg hver langt undir kostnaðaráætlun. Eru það mikil umskipti á stuttum tíma, þegar fá tilboð voru að berast í verk og þá mörg talsvert yfir kostnaðaráætlun. Í vikunni voru opnuð tilboð í 3,6 kílómetra langan vegarkafla á Laxárdalsvegi í Dölum, frá slitlagsenda við Höskuldsstaði rétt austur fyrir Leiðólfsstaði. Alls bárust 16 tilboð í verkið, sem felst í endurgerð vegarins og á framkvæmdum að verða að fullu lokið fyrir 30. nóvember næstkomandi. Kostnaðaráætlun hljóðaði upp á 64,7 milljónir og var aðeins eitt tilboðið yfir áætlun, en tilboðin komu frá verktökum víðsvegar um landið. Lægsta tilboðið er aðeins 57,9% af kostnaðaráætlun og er það frá Bíladrangi sem er staðsett á Nykhóli við Vík í Mýrdal.

Næstlægsta tilboðið kom frá Gilsverki í Mosfellsbæ upp á 61,8%, þá frá Ísgröfum á Flúðum 66,3% og Þróttur á Akranesi bauð 70,8% af kostnaðaráætlun í verkið. Hæsta tilboðið í vegarkaflann á Laxárdalsvegi er frá fyrirtækjunum Glanna og Fyllingu á Hólmavík, 67,767 milljónir króna eða 104,7% af kostnaðaráætlun. Þessa dagana er verið að yfirfara tilboðin hjá Vegagerðinni.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is