Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Þriðji Óðinsdagur í Gormánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. maí. 2009 03:44

Ungmenni fá vinnu hjá Háskólanum á Bifröst

Háskólinn á Bifröst hefur boðið hópi atvinnulausra ungmenna í Borgarbyggð vinnu og hefst hún strax eftir helgi í tölvuveri Grunnskólans í Borgarnesi. Vinnan snýst um úthringingar fyrir Rannsóknamiðstöð Háskólans. Á fundi í ungmennahúsinu Mími sl. mánudag, sem Ungmennaráð Borgarabyggðar stóð fyrir, kom fram að um tíu til fimmtán nemendur á framhaldsskólastigi væru án vinnu í sumar. Að sögn Indriða Jósafatssonar íþrótta- og æskulýðsfulltrúa Borgarbyggðar kom þessi vinna eins og himnasending fyrir þennan aldurshóp sem útlit var fyrir að yrði án vinnu í sumar. “Nú liggur fyrir að unglingar á grunnskólastigi fá allir vinnu við Vinnuskóla Borgarbyggðar og þarna er ungmennum, sem ekki höfðu öruggt vilyrði um vinnu, tryggð vinna fram eftir sumrinu,” segir Indriði.

Þau ungmenni sem ekki voru á fyrrgreindum fundi sl. mánudag geta skráð sig í afgreiðslu Ráðhússins og fengið nánari upplýsingar um úthringiverkefnið sem um ræðir.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is