02. júní. 2009 12:03
Laugardaginn 6. júní verða tæplega 80 nemendur brautskráðir frá Háskólanum á Bifröst úr grunn- og framhaldsnámi við háskólann og úr frumgreinadeild. Við skólann eru starfræktar þrjár háskóladeildir, viðskipta-, laga- og félagsvísindadeild auk frumgreina- og símenntunardeilda. Að venju verða veittar viðurkenningar til nemenda sem skarað hafa fram úr í námi. Dr. Ágúst Einarsson, rektor, flytur hátíðarræðu og nemendur úr Tónlistarskóla Borgarfjarðar leika á fiðlu og píanó. Athöfnin hefst klukkan 14.00 í Hriflu og að henni lokinni verður boðið upp á léttar veitingar í hátíðarsal gamla skóla.