Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
02. júní. 2009 11:35

Valdís Þóra sigraði á fyrsta stórmótinu í sumar

Golfkonan Valdís Þóra Jónsdóttir frá Akranesi gerði sér lítið fyrir og sigraði á fyrsta mótinu á mótaröð Golfsambandsins sem fram fór á Hólmsvelli í Leiru um helgina. Valdís, sem var að spila í heildina mjög vel á mótinu, lenti í vandræðum eða „sprengjum“ eins og hún kallar það, á tveimur brautum fyrri dag mótsins, en var öryggið uppmálað seinni daginn og uppskar góðan sigur. Næsta mót í mótaröðinni verður á Akranesi um aðra helgi en spennandi sumar er framundan hjá Valdísi. Meðal annars bíður hennar mót í Evrópumótaröðinni annað hvort á Ítalíu eða Spáni í haust. Styrktarmót verður haldið vegna Valdísar Þóru á Leynisvellinum nk. laugardag.

„Ég er búin að æfa mjög vel í vetur og vissi að ég ætti alveg jafn mikla möguleika og hinar að vinna. Þannig að sigurinn kom mér í sjálfu sér ekki á óvart,“ segir Valdís Þóra sem virðist full sjálftraust um þessar mundir, ákveðin að gera enn betur en síðasta sumar. Hún var í 5. sæti eftir fyrri daginn í Leirunni, fjórum höggum á eftir Eygló Myrru Óskarsdóttur sem leiddi keppnina. Eftir 12 holur af 18 seinni daginn var Valdís Þóra komin með forustu, hafði þá tvö högg á Ragnhildi Sigurðardóttur og þrjú á Eygló Myrru og Rögnu Björk Ólafsdóttur. Valdís hélt þessari forustu til loka. Hún endaði keppni á 151 höggi, eða sjö höggum yfir pari vallarins. Ragna Björk var tveimur höggum á eftir Valdísi og þær Ragnhildur og Eygló Myrra þremur.

 

Eins og fyrr segir verður golfmót til styrktar Valdísi Þóru á Leynisvelli nk. laugardag. Keppnisfyrirkomulag er punktamót með forgjöf og höggleikur án forgjafar. Þátttökugjald er krónur þrjú þúsund en einnig er hægt að styrkja Valdísi með beinum framlögum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is