Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
03. júní. 2009 07:38

Vortónleikar Mótettukórsins á Vesturlandi

Mótettukór Hallgrímskirkju gerir víðreist um landið dagana 4. - 7. júní í kjölfar tónleika sinna í Hallgrímskirkju á annan í hvítasunnu. Tónleikar verða haldnir á AIM-hátíðinni á Akureyri þann 4. júní kl. 20.30, í Blönduóskirkju 5. júní kl. 20.00, í Stykkishólmskirkju 6. júní kl. 17.00 og í Reykholtskirkju 7. júní kl. 16.00. Tónleikarnir í Stykkishólmi, í Reykholti og á Blönduósi eru til styrktar orgelsjóðum kirknanna. Stjórnandi Mótettukórsins er Hörður Áskelsson, söngmálastjóri þjóðkirkjunnar.

 

 

 

 

Veigamesta verkið á efnisskrá tónleikanna er Messa fyrir tvo kóra án undirleiks eftir Svisslendinginn Frank Martin (1890–1974). Martin hreifst ungur af tónlist Bachs og samdi undir áhrifum frá honum. Síðar hóf hann tilraunir með framandi tónmál og hryn í leitinni að sínu eigin tónmáli, sem segja má að einkennist af sérstakri hljómrænu. Á tímum tilraunanna samdi Martin sitt frægasta verk, Messu fyrir tvo kóra (1922–1926), en stakk því ofan í skúffu þar sem það fékk að hvíla næstum 40 ár áður en tónskáldinu fannst kominn tími til að leyfa öðrum að njóta þess og allar götur síðan hefur það hljómað oft og víða. Messa fyrir tvo kóra er sannarlega með fegurstu og mest krefjandi kórverkum, þar sem saman fléttast einfaldar laglínur og flóknir, framandi hljómar.

 

Auk messu Martins verða flutt verk af geisladisknum Ljósið þitt lýsi mér sem kórinn gaf út nýverið og inniheldur 17 íslensk kórverk, bæði gömul og ný. Má þar nefna nýja kórútfærslu á sönglagi Jóns Leifs Vertu Guð faðir, faðir minn, Ave María eftir Hjálmar H. Ragnarsson og verk eftir Huga Guðmundsson, Önnu S. Þorvaldsdóttur, Báru Grímsdóttur, Tryggva M. Baldvinsson, Jón Hlöðver Áskelsson og Smára Ólason. Með kórnum í för verður kvikmyndagerðarmaður sem festa mun ferðalagið á filmu í heimildaskyni.

 

Miðasala fer fram við innganginn og miðaverð er 1500 krónur. Upplýsingar má einnig finna á listvinafelag.is og motettukor.is.

 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is