Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
05. júní. 2009 01:33

Hafró leggur til 150 þúsund tonna kvóta í þorski

Í veiðiráðgjöf fyrir næsta kvótaár sem byrjar 1. september næstkomandi leggur Hafrannsóknastofnun til að leyft verði að veiða 150 þúsund tonn af þorski. Þetta er 10 þúsund tonnum minna en útgefinn kvóti á þessu ári er, með 30 þúsund tonna viðbótinni sem Einar K. Guðfinnsson fv. sjávarútversráðherra gaf út, en 26 þúsund tonna aukning frá ráðgjöfinni fyrir yfirstandandi kvótaár. Í umsögn Hafró segir jákvætt að þorsksárgangurinn í fyrra sé mjög sterkur. Stofnunin leggur til að ýsuveiði verði 57.000 tonn.

Jóhann Sigurjónsson forstjóri Hafrannsóknastofnunar sagði í samtali á RÚV óhætt að segja að góður árgangur hafi náðst með niðurskurði á aflaheimildum árið 2007. Hrygningarstofninn sé mun sterkari og auk þess sem árgangarnir séu betri. Mikið sé af fiski á miðunum, sem sýni að með minni sóknarþunga á síðustu árum náist að nýta árgangana betur. Meira sé af stærri fiskum á miðunum nú. Hins vegar sé þörf á fleiri sterkum árgöngum eins og árgangi 2008 til að hægt verði að auka aflaheimildir á komandi árum. Jóhann segir að þessi stefna hafi verið staðfest af stjórnvöldum og verði farin næstu fimm ár. Stjórnvöld hafi einnig óskað eftir því við Alþjóða Hafrannsóknaráðið að það meti hvort þessi stefna sé sjálfbær og standist ítrustu alþjóðlegu viðmið.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is