Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
07. júní. 2009 12:47

Fyrstu nemendurnir brautskráðir frá Menntaskóla Borgarfjarðar

Það var hátíðleg stund á sal Menntaskóla Borgarfjarðar sl. föstudag þar sem fram fór fyrsta brautskráning frá skólanum, sem hefur nú lokið sínu öðru starfsári. Það voru þrír nemendur sem fyrstir brautskráðust frá skólanum, allir af félagsfræðibraut, en höfðu eins og gefur að skilja aflað sér eininga í öðrum skólum áður en þeir hófu nám í MB.   Brautskráningarathöfnin hófst með ávarpi Ársæls Guðmundssonar skólameistara. Því næst flutti Lilja S. Ólafsdóttir aðstoðarskólameistari yfirlit um skólastarfið á liðnum vetri, sem var sá fyrsti í skólanum þar sem iðnaðarmenn voru horfnir á braut og hamarshöggin heyrðust ekki lengur. Inn á milli atriða við brautskráninguna var flutt tónlist við stjórn og undirleik Steinunnar Árnadóttur.

Páll S. Brynjarsson sveitarstjóri Borgarbyggðar flutti ávarp gesta. Vék hann í ávarpi sínu að mikilvægi framhaldsskólans í sveitarfélaginu og tengslum nemenda við átthaga sína. Lét Páll þá von í ljósi að sú teygja sem Menntaskóli Borgarfjarðar hefði sett í buxnastreng nemenda skólans myndi spýta þeim heim aftur að loknu frekara námi og þeirri menntun og reynslu sem þeir öfluðu. Sagði Páll að rannsóknir tengdar byggðamálum hefðu einmitt sýnt að þeir sem snéru aftur heim væru mjög vel til þess fallnir að benda á lausnir og tillögur til framfara í sinni heimabyggð.

 

Thelma Eyfjörð flutti kveðju brautskrárnema. Hún sagði tímann í MB verða lengi í minnum hafðan, þar væri margt að læra, margir plúsar eins og hún sagði og ekki síst danskennslan. Það væri ljóst að teygjan sem Páll sveitarstjóri talaði um heldur í Thelmu enn um sinn, þar sem hún ætlar að sækja háskólanámið úr Borgarnesi, að minnsta kosti fyrst um sinn.

 

Ársæll Guðmundsson skólameistari gerði að umtalsefni, í ávarpi sínu til nýstúdenta, árangur í námi og starfi. „Hvernig við náum árangri, gerir okkur að þeim manneskjum sem við erum,“ sagði Ársæll og vitnaði til einkunnarorða skólans sem eru sjálfstæði, færni og framfarir. Í máli Ársæls kom fram að í raun snérist þetta allt um að fólk gæti verið ánægt um afraksturinn að loknu hverju dagsverki. „Tilgangur lífsins er hamingja ykkar og allra í kringum ykkur,“ sagði Ársæll skólameistari.

 

Nánar í Skessuhorni næstu viku.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is