Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
09. júní. 2009 09:03

Útifjör 2009 heppnaðist vel

Frá dagskránni við Skorradalsvatn. Ljósm. áhb.
Mjög góð þátttaka var á dagskrá helgarinnar sem björgunarsveitirnar Brák, Ok og Heiðar í Borgarfirði sameinuðust um að halda undir heitinu Útifjör 2009. Á föstudagskvöld mætti hálft hundrað manna við rætur Langjökuls og fór í jeppaferð á jökulinn. Á sama tíma var önnur ferð í Surtshelli þar sem boðið var upp á kjötsúpu og útilegumannasögur. Á laugardag voru gönguferðir um Jafnaskarðsskóg, á Hafnarfjall og Söguhringurinn í Borgarnesi genginn undir leiðsögn. Um kvöldið var síðan ball með Sniglabandinu í nýju Reiðhöllinni í Borgarnesi. Fjölmennasti dagskrárliðurinn var þó á bökkum Skorradalsvatns á sunnudeginum þar sem ýmislegt var í boði. Þyrla Landhelgisgæslunnar kom á staðinn, grillað var ofan í mannskapinn og farið var í leiki. Mesta athygli vakti þó akstur óhefðbundinna farartækja á vatninu sjálfu.

Fyrst ber að nefna risatraktor Guðmundar Hallgrímssonar sem búið var að setja á utanborðsmótor. Þá sýndi Snorri Jóhannesson hvaða eiginleikum snjóbíll björgunarsveitarinnar Ok býr yfir þegar hann ók um vatnið, en snjóbílar þessarar tegundar geta einnig flotið á vatni og var það sannað í óundirbúnu atriði sem vakti mikla athygli um fimmhundruð gesta.

 

Að sögn Bjarna Guðmundssonar á Skálpastöðum, stjórnarmanns í Ok, gekk hátíðin Útifjör hnökralaust og vel fyrir sig. Hann sagðist ekki hafa heyrt annað en ánægju með hvernig til tókst jafnt í röðum björgunarsveitarmanna sem og gesta sem nýttu sér hin ólíku tilboð um ókeypis afþreyingu. Bjarni sagðist fastlega búast við að áhugi yrði fyrir því í röðum björgunarsveitanna að endurtaka hátíðina að ári og efla þannig tengsl íbúa við starfið sem sveitirnar eru að sinna.

 

 

Fleiri myndir í Skessuhorni á morgun.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is