Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
09. júní. 2009 10:42

Útskrifað úr grunnmenntaskólanum

Meðal fjölbreytts námsframboðs Símenntunarmiðstöðvar Vesturlands í vetur, er svokallaður grunnmenntaskóli sem nýst hefur vel þeim sem eru án atvinnu. Í kaffihúsinu Skrúðgarðinum á Akranesi fór síðastliðinn föstudag fram skólaslit og útskrift úr deild grunnmenntaskólans á Akranesi. Þar voru burtskráðir þeir sex einstaklingar sem numið hafa við skólann frá síðustu áramótum.  Inga Dóra Halldórsdóttir framkvæmdastjóri Símenntunarmiðstöðvarinnar sagði í ávarpi við útskriftina að dagnámið í grunnmenntaskólanum væri eitt af því sem starfsfólk Símenntunarmiðstöðvarinnar væri hvað stoltast af, enda náminu tekið af miklu þakklæti frá þeim sem nýttu sér það. Erla Olgeirsdóttir verkefnisstjóri sagði að það hafi verið sérstaklega gaman að vinna með þessum áhugasama hópi sem nú væri að burtskrást, tíminn hafi verið fljótur að líða og sjálf kæmi hún áreiðanlega til með að sakna þeirra.

Greinilegt væri að markmið námsins hefðu náðst fram, sem sýndi sig í því að allir nemendur hefðu staðið upp og tjáð sig á skólaslitunum. Þetta væri fyrsti nemendahópur grunnmenntaskólans sem það gerði.

 

Í grunnmenntaskólanum voru meðal námsgreina enska, íslenska, stærðfræði og tölvunotkun. Einnig var lögð mikil áhersla á sjálfstyrkingu og tjáningu. Þá komu fyrirlesarar í heimsókn og fræddu nemendur um heilsueflingu, líkamsrækt, ljóðagerð og fleira. Eins og fyrr segir tjáðu allir sex nemendur sig við skólaslitin og fluttu meðal annars frumsamin ljóð. Einn þeirra, Axel Gústavsson, bætti um betur og fór með 30 ára gamalt ástarljóð, sem hann samdi til vinkonu sinnar, hugljúft og fallegt í anda KFUM; sem hann var félagi í eins og margir ungir menn á Akranesi á þeim tíma.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is