09. júní. 2009 01:23
Á laugardaginn var haldið á Garðavelli styrktarmót fyrir Valdísi Þóru Jónsdóttur, sem fengið hefur boð um að taka þátt í einu móti á Evrópumótaröð kvenna í golfi í haust. Alls tóku 139 keppendur þátt í mótinu í blíðskaparveðri. Keppnin var punktakeppni karla og kvenna með forgjöf og einnig um besta skor án forgjafar, bæði í karla- og kvennaflokki. Guðrún Björg Egilsdóttir GO sigraði í punktakeppni kvenna með 39 punkta, í öðru sæti varð Anna Laxdal Agnarsdóttir GR með 37 punkta og í þriðja sæti Anna Rún Hrólfsdóttir GO einnig með 37 punkta. Í karlaflokki sigraði Nökkvi Gunnarsson NK með 40 punkta í öðru sæti varð Eiríkur Jónsson GL með 39 punkta og í þriðja sæti Ingi Fannar Eiríksson GL með 38 punkta.