Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
09. júní. 2009 09:38

"Þjóðstjórn” mynduð í Borgarbyggð

Sameinað byggðaráð í Ráðhúsgarðinum í Borgarnesi í kvöld. F.v. Finnbogi, Bjarki og Sveinbjörn.
Miklar breytingar hafa orðið á rekstrarumhverfi sveitarfélaga undanfarið ár.  Það á ekki síst við hjá sveitarfélögum sem staðið hafa í mikilli uppbyggingu síðustu ár líkt og Borgarbyggð. Sveitarfélagið er eitt þeirra sem fer illa út úr bröttu falli krónunnar og háum vöxtum. Af þessum sökum hafa fulltrúar allra þriggja flokkanna sem nú eiga sæti í sveitarstjórn ákveðið að taka höndum saman og mynda nokkurs konar “þjóðstjórn” og leggja um leið niður núverandi meirihlutasamstarf Borgarlista og Sjálfstæðisflokks sem verið hefur sl. þrjú ár og taka fulltrúa Framsóknarflokks með í samstarfið. Að mati sveitarstjórnarfólks í Borgarbyggð er þetta talið nauðsynlegt nú til að leita hagræðingar í rekstri á öllum sviðum og þá samhliða því að endurskipuleggja, eða draga úr þjónustu, við íbúa og fyrirtæki.   

Flokksfélög Framsóknarflokks, Sjálfstæðisflokks og Borgarlista hafa nú öll staðfest væntanlegar breytingar á stjórnun sveitarfélagsins. Um leið er þetta fyrsta sveitarfélagið hér á landi til að grípa til hliðstæðra aðgerða til að vinna á þeim vanda sem öll sveitarfélög standa frammi fyrir sökum efnahagsástandsins.

 

“Við þessar aðstæður hafa Sjálfstæðisflokkur, Framsóknarflokkur og Borgarlisti unnið þétt saman að viðbragðsáætlun bæði innan sveitarstjórnar og í sérstökum vinnuhópum. Nú er svo komið að framboðin hafa ákveðið að stíga skrefið til fulls og mynda nýjan meirihluta í Borgarbyggð og vinna saman að því að færa rekstur sveitarfélagsins að því rekstrarumhverfi sem við blasir,” segir í samstarfsyfirlýsingu flokkanna.

 

Flokksfélög hafa nú öll fundað og stóð og staðfest samkomulagið. Síðasta fundinum lauk nú í kvöld þegar Framsóknarfélag Borgarfjarðar og Mýra kom saman í Félagsbæ og staðfesti samkomulagið. 

 

Í samstarfsyfirlýsingu sveitarstjórnarfulltrúa segir að helstu verkefni nýs meirihluta verði heildarendurskoðun á lánum, eignum og skuldbindingum sveitarfélagsins, aðhald í stjórnun, stjórnsýslu, framkvæmdum og almennum viðhaldsverkefnum, hagræðing og endurskoðun á rekstri allra stofnana sveitarfélagsins, kynning meðal íbúa á stöðu sveitarfélagsins og þeim aðgerðum sem gripið verður til og opinber rannsókn á rekstri og falli Sparisjóðs Mýrasýslu.

 

Í nýrri “þjóðstjórn” Borgarbyggðar verður verkaskiptingin nú sú að forseti sveitarstjórnar verður Björn Bjarki Þorsteinsson Sjálfstæðisflokki, formaður byggðaráðs verður Sveinbjörn Eyjólfsson oddviti Framsóknarflokks og sveitarstjóri verður sem fyrr Páll S. Brynjarsson. Auk venjubundinna nefnda samkvæmt stjórnskipun Borgarbyggðar verða skipaðir sérstakir hópar til að fara yfir einstaka málaflokka.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is