Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
10. júní. 2009 12:03

Skagasundfólk stigahæst á Akranesleikunum

Akranesleikarnir í sundi fóru fram í Jaðarsbakkalaug dagana 5.-7. júlí sl. Mótið var stigakeppni milli félaga. Níu félög sendu keppendur á mótið og sigraði Sundfélag Akraness í stigakeppninni með 519 stig. Sundfélagið Óðinn varð í öðru sæti með 485 stig og Fjölnir varð í þriðja sæti með 208 stig. Eitt Íslandsmet var sett á mótinu, en það setti Pálmi Guðlaugsson, Fjölni í flokki fatlaðra S6.  Langt er síðan Íslandsmet var slegið í Jaðarsbakkalaug. Brosbikarinn, fyrir mestu hvatninguna og prúðasta liðið, hlaut Fjölnir.  Salome Jónsdóttir Sundfélagi Akraness átti stigahæsta sundið og setti hún tvö Akranesmet í telpnaflokki á mótinu.

 

 

 

Það eru mikil umsvif í kringum slíkt þriggja daga mót. Keppendur voru 281 talsins og að auki fylgja þjálfarar og liðsstjórar þannig að gera má ráð fyrir að um 400 manns hafi komið að mótinu. Alls gistu 210 gestir í Grundaskóla, bæði keppendur og fylgdarlið. Þá voru framreiddar máltíðir fyrir keppendur, bæði heimamenn og aðkomna og mættu að meðaltali 250 gestir í mat. Keppt var í fjórum aldursflokkum karla og kvenna en yngstu keppendurnir voru 6 ára og þeir elstu um tvítugt. Alls voru synt um 1.400 sund á mótinu.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is