Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. júní. 2009 08:02

Vilja hreindýr í aðra landshluta

Stjórn Skotveiðifélags Íslands (Skotvís) hefur sent sveitarfélögum víða um land nýlega útkominn bækling félagsins sem fjallar um fjölgun hreindýra í landinu. Síðustu tíu árin hefur stjórn Skotvís kannað möguleikana á að fjölga dýrunum og þá sérstaklega vegna þess að mikil ásókn hefur verið í hreindýraveiðileyfi og aðeins helmingur þeirra veiðimanna, sem sótt hafa um, fá veiðileyfi. Þetta hefur gerst þrátt fyrir að hreindýrum á Austurlandi hafi fjölgað mikið á síðustu árum og veiðikvótinn verið aukinn árlega. Stjórn Skotvís segir það þjóðhagslega hagkvæmt að fjölga dýrunum. Hreindýraveiðar skapi atvinnu, styrki ferðaþjónustu og lengi ferðamannatímabilið.

Hreindýrin myndu nýta gróður sem í dag sé ekki nýttur. Þá bendir stjórnin á að sauðfjárrækt hafi dregist verulega saman á undanförnum árum auk þess sem hreindýr og sauðfé neyti ekki sama gróðurs nema að takmörkuðu leyti. En sitt sýnist hverjum um flutning hreindýra í aðra landshluta.

 

Skessuhorn skautar í grein sem birtist í blaðinu í gær yfir sögu hreindýra á Íslandi, áhuga skotveiðimanna á flutningi þeirra í aðra landshluta og kallaði jafnframt eftir viðbrögðum bónda í uppsveitum Borgarfjarðar við hugmyndinni.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is