Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. júní. 2009 09:02

Skagamót Kaupþings slær fyrri met

Lárus Guðjónsson
“Það eru skráðir um 1.100 keppendur á mótið í ár og er það fleiri strákar en hafa spilað nokkru sinni áður á mótum okkar,” segir Lárus Guðjónsson formaður unglingaráðs knattspyrnufélags ÍA í samtali við Skessuhorn. Mótið fer að þessu sinni fram dagana 19.-21. júní, frá föstudegi til sunnudags. “Þetta eru strákar á aldrinum 6-8 ára sem spila en reyndar slæðast með einstaka liði stelpur líka. Við munum spila á 15 völlum en mótinu sjálfu er stýrt úr íþróttamannvirkjunum á Jaðarsbökkum. Gisting fyrir gestina verður svo bæði í Grundaskóla og Brekkubæjarskóla.” Lárus segir að gera megi ráð fyrir að meðaltali mæti tveir fullorðnir með hverju barni sem spilar. “Það má því hæglega búast við að 3500 gestir sæki Akranes heim vegna mótsins. Þessa helgi verður auk þess Íslandsmót í sjóstangaveiði haldið á Akranesi þannnig að bærinn verður fullur af fólki. Ég vil gjarnan nota tækifærið og benda kaupmönnum og þjónustuaðilum á að birgja sig vel upp til að geta mætt þessum fjölda öllum,” segir Lárus.

Mikil undirbúningsvinna felst í að halda mót af þessari stærðargráðu en þetta er fyrsta knattspyrnumót polla í sumar og því mikil tilhlökkun ríkjandi víða um land fyrir mótshelgina. “Það eru margir sem koma að undirbúningi auk okkar í UKÍA. Þriðju flokkarnir munu til dæmis sinna dómgæslu, meistaraflokkur kemur eitthvað að þessu líka en fyrst og fremst eru þetta foreldrar barna á Akranesi sem koma að vinnunni hvort heldur sem er að undirbúningi eða framkvæmdinni sjálfri, þ.m.t. gistingu, mat, gæslu og öðru utanumhaldi. Á mótum sem þessum sannast alltaf að margar hendur vinna létt verk. Fyrst og fremst treystum við þó á gott veður því það er forsenda fyrir því að öllum líði vel. Við höfum reyndar pantað gott veður og hefur Siggi Stormur lofað okkur því,” sagði Lárus Guðjónsson að lokum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is