11. júní. 2009 01:02
 |
Frá slysstað í gær. Ljósm. hb |
Tveggja bíla árekstur varð síðdegis í gær við afleggjarann inná Akrafjallsveg, skammt frá bæjarmörkum Akraness. Fólksbíl var sveigt til suðurs og í veg fyrir jeppabifreið sem kom að sunnan. Farþegi í jeppanum slasaðist í árekstrinum og ökumaður fólksbílsins. Voru báðir fluttur á Sjúkrahúsið á Akranesi til aðhlynningar. Fólksbíllinn er talinn ónýtur og jeppinn mikið skemmdur.