Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. júní. 2009 01:27

Sjávarútvegsráðherra heimsótti fiskkaupendur

Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, hefur undanfarna daga heimsótt fiskmarkaðina í Grimsby og Hull svo og íslensk fyrirtæki á Humber-svæðinu. Jón segir að hvarvetna sem hann hafi komið hafi hann mætt einlægum vinarhug í garð Íslendinga. Í heimsókninni átti hann viðræður og skiptist á skoðunum við leiðandi aðila í breskum sjávarútvegi. Sjávarútvegsráðherra átti einnig í dag viðræður við sjávarútvegsráðherra Bretlands, Huw Irranca-Davies MP.  Í dag fór síðan fram í sendiráðinu í London ráðstefna um ábyrgar fiskveiðar Íslendinga. Þátttakendur voru rúmlega 60, fulltrúar fiskkaupenda í Bretlandi og hagsmunaaðilar í breskum sjávarútvegi.

Jón Bjarnason ávarpaði ráðstefnuna og fjallaði um ábyrgar fiskveiðar Íslendinga. Dr. Kristján Þórarinsson, stofnvistfræðingur hjá Landssambandi íslenskra útvegsmanna, flutti erindi, þar sem hann gerði grein fyrir áætlun hagsmunaaðila í sjávarútvegi um umhverfismerkingu íslenskra sjávarafurða. Þorsteinn Sigurðsson, fiskifræðingur hjá Hafrannsóknastofnuninni, gerði grein fyrir fiskveiðiráðgjöf stofnunarinnar fyrir næsta fiskveiðiár með sérstakri áherslu á þorsk- og ýsustofnana.

Ráðstefnan um ábyrgar fiskveiðar er samstarfsverkefni sendiráðsins í London og Landssambands íslenskra útvegsmanna og er nú haldin í þriðja sinn í London. Fundarstjóri var Sverrir Haukur Gunnlaugsson, sendiherra.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is