11. júní. 2009 04:05
Það var líf og fjör á bænum Erpsstöðum í Miðdölum í gær. Þá var kúnum úr nýja fjósinu hleypt í fyrsta skipti út í sumar og nutu þær þess sem og gestir úr sýslunni sem fjölmennt höfðu á bæinn í boði þeirra Þorgríms og Helgu til að fylgjast með. Bægslagangur var með minna móti hjá kúnum miðað við sambærilegar stundir í básafjósum, en svo virðist sem viðbrigðin séu minni þegar kýr úr stórum lausagöngufjósum fá að fara út. Á Erpsstöðum er stunduð ísframleiðsla úr hluta mjólkurinnar og voru margir sem nýttu sér það og keyptu sér ljúffengan ís í tilefni dagsins.
Nánar í næsta Skessuhorni.