Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
11. júní. 2009 04:25

Alltof algengt að leikmenn leggist í grasið og grenji

Það segir sig sjálft að í þjónustukjarna eins og á Akranesi þarf að vera hægt að treysta því að ýmsir hlutir séu til staðar og fólk sem getur bjargað málum þegar þannig háttar. Ekki síst var þetta nauðsynlegt fyrir daga Hvalfjarðarganganna. Þá var ekki hægt að skutlast á örskotsstundu til Reykjavíkur ef á þurfti að halda, heldur að krækja í langri ökuferð fyrir Hvalfjörðinn, um Kjósina og Kjalarnesið. Á þessum tíma var alveg lífsnauðsynlegt, ennþá mikilvægara en í dag, að eiga að góða lækna og fólk í heilbrigðisþjónustunni. Sú var líka raunin og margir Skagamenn minnast þess þegar læknar á Akranesi björguðu lífi fólks með snarræði. Þannig var til dæmis með ungan mann sem varð fyrir líkamsárás á Akranesi fyrir allmörgum árum. Lagt var til hans með hnífi alveg í hjartað. Ljóst var að ekki var tími til að fara með piltinn á skurðstofu í Reykjavík og því þurfti að framkvæma erfiða bráðaaðgerð. Það var þáverandi skurðlæknir á Sjúkrahúsi Akraness, Guðjón Guðmundsson sem framkvæmdi aðgerðina og „handverk“ hans brást þá ekki frekar en vanalega.

Af þessu tilviki frétti blaðamaður Skessuhorns, reyndar eftir að hann heilsaði upp á Guðjón á heimili hans við Furugrund á Akranesi á dögunum. Þar var farið yfir sviðið bæði fyrir og eftir að Guðjón kom til starfa á Akranesi, en þar var hann auk starfa á sjúkrahúsinu læknir Skagaliðsins í fótboltanum í 35 ár. Guðjón segir alveg ljóst að sumir séu harðari en aðrir á vellinum. Það sé alltof mikið um það í dag að fótboltamenn leggist í grasið og grenji.

 

Sjá viðtalið við Guðjón í Skessuhorni vikunnar.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is