Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
12. júní. 2009 12:47

Fasteignamat hækkar um tæp fimm prósent á Vesturlandi

Allt íbúðarhúsnæði landsmanna er metið með nýjum og endurbættum aðferðum í fasteignamati ársins 2010 sem tekur gildi um næstu áramót. Fasteignaskrá Íslands mun í næstu viku senda út tilkynningar til fasteignaeigenda um allt land þar sem nýja matið er kynnt. Fasteignamat ársins 2010 miðast við verðlag fasteigna í febrúar 2009 og er frestur til að gera athugasemdir við nýja fasteignamatið til 24. júlí 2009. Fasteignaverð eigna á Vesturlandi hækkar að meðaltali um 4,9% við hið nýja mat. “Markmið með endurbættum matsaðferðum er að fasteignamatið endurspegli markaðsvirði eigna betur hér eftir en hingað til. Fasteignamat sumra eigna hækkar, mat annarra lækkar en mat enn annarra eigna stendur nánast í stað. Talið var nauðsynlegt að endurbæta matsaðferðirnar til að auka jafnræði fasteignaeigenda gagnvart skattlagningu fasteigna þannig að matið endurspegli á sanngjarnari hátt en áður raunverulegt markaðsverð fasteigna,” segir í tilkynningu frá FMR í dag.

Atvinnuhús, sumarhús og jarðir lækka

Heildarmat fasteigna á landinu öllu lækkar um 0,3% við breytinguna en samanlagt fasteignamat íbúðarhúsnæðis hækkar um 2,5%.  Heildarmat annarra fasteigna lækkar um 5,5%. Þar af lækkar fasteignamat atvinnuhúsnæðis um 6,0%, fasteignamat jarða lækkar um 2,2% og fasteignamat sumarbústaða lækkar um 5,0%. 

Undanfarna mánuði hefur dregið verulega úr viðskiptum með fasteignir hér á landi og makaskipti fasteigna hefur aukist. “Samanburður og greining á fasteignaviðskiptum bæði fyrir og eftir þann tíma sem matið miðast við staðfestir að nýtt fasteignamat endurspeglar mun betur en áður markaðsvirði íbúðarhúsnæðis og að innbyrðis samræmi er á milli sambærilegra eigna. Þar sem eldra fasteignamat íbúðarhúsnæðis var almennt nokkuð undir gangverði á markaði gætir þeirra verðlækkana sem orðið hafa á fasteignamarkaði undanfarna mánuði ekki með sama hætti í nýju fasteignamati íbúða og annars hefði orðið.”

 

Verðmætari eignir hækka meira

Alls eru skráðar um 122.000 íbúðir á Íslandi. Samanlagt fasteignamat þeirra er 2.755 milljarðar króna en verður 2.824 milljarðar króna með nýju fasteignamati og hækkar um 2,5% sem fyrr segir. Fasteignamat 55.000 íbúða lækkar en fasteignamat 67.000 íbúða hækkar frá síðasta mati. Mat á stærri og verðmætari íbúðum hækkar að jafnaði meira en mat á smærri og verðminni eignum. Í dag er verðmæti um helmings fullbúinna íbúða í landinu metið á bilinu 15,2 upp í 28,4 milljónir króna og hækkar mat þeirra nú um 0,9%  Hins vegar hækkar mat þess tíunda hluta íbúða sem metinn er yfir 41 milljón króna að jafnaði um 7,5%.

 

Hækkun á fasteignamati íbúðarhúsnæðis er minnst á höfuðborgarsvæðinu þar sem eldra fasteignamat lá nær markaðsverði en annars staðar á landinu. Heildar fasteignamat íbúðarhúsnæðis hækkar á höfuðborgarsvæðinu um 1,2%, Suðurnesjum um 13,2%, Vesturlandi um 4,9%, Vestfjörðum um 11,7%, Norðurlandi vestra um 8,7%, Norðurlandi eystra um 3,1%, Austurlandi um 4,6% og Suðurlandi um 4,2%. 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is