Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
15. júní. 2009 01:03

Þrjú hundruð gestir á kanínudeginum

Stofnfélagar í kanínuræktarfélaginu. Ljósm. áhb.
Fjöldi manns lagði leið sína að Hvanneyri síðastliðinn laugardag til að taka þátt í degi kanínunnar. Allan daginn fóru fram fræðslufyrirlestrar þar sem full var út úr dyrum. Meðal fyrirlestra voru Guðni Indirðason sem fjallaði almennt um kanínurækt og eiginlega kanína, Jón Eiríksson frá Vorsabæ flutti sögu loðkanínuræktar á Íslandi, Ingibjörg (Rannsý) Ingólfsdóttir í Ásgarði greindi frá sinni ræktun og reynslu og Sigrún Elíasdóttir fór yfir stöðu ræktunar í dag.  Einnig var boðið uppá fyrirlestur um nýsköpun og stofnun lítilla fyrirtækja. Inni í gömlu fjóshlöðunni mátti líta á fjölbreyttar tegundir kanína, svo sem fjölbreytta liti af Castor Rex, Lionade, Loop og loðkanínur. Einnig mátti skoða og þreyfa á mismunandi verkuðu kanínu- og héraskinnum og skoða vörur úr skinnum og fiðu. Spunnin var fiða á staðnum og handbrögðin sýnd af Ritu Freyju Bach frá Ullarselinu.

Ungmenni staðarins buðu krökkum í leiki og í andlistmálun. Einnig gat fólk spreytt sig á að greina fugla- og plöntutegundir og fengið sér kaffi og vöfflur til styrktar Landbúnaðarsafni Íslands. Veðurblíðan lék við fólk. Í lok dags var svo haldinn stofnfundur Kanínuræktarfélag Íslands (KRÍ) þar sem samþykkt voru lög félagsins, verkefni mótuð og kosin stjórn. Í stjórn félagsins voru kosin þau Guðni Indriðason, Ingibjörg Rannveig Ingólfsdóttir og Sigrún Elíasdóttir, í varastjórn Jóhann Helgi Hlöðversson og Gunnar Þór Árnason. Þeir sem hafa áhuga á að vera félagsmenn KRÍ eru beðnir að hafa samband við stjórnarmenn.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is