16. júní. 2009 12:39
Gríðarlegur fjöldi fólks sótti Stykkishólm heim í blíðskaparveðri um liðna helgi. Bærinn hreinlega iðaði af lífi og greinilegt að fólk kunni vel að meta þá þjónustu sem í boði er; tjaldsvæði, söfn, skoðunarferðir, veitinga- og gistiaðstöðu. Á vef Stykkishólmsbæjar segir að til marks um mannfjöldann, þá skelltu 1100 manns sér í Sundlaug Stykkishólm og samsvarar sá fjöldi íbúatölu bæjarins.