18. júní. 2009 09:30
Hvalur 9 veiddi í dag tvær langreyðar og siglir nú með þær til lands. Gert er ráð fyrir að skipið verði komið til hafnar í Hvalfirði síðla í nótt. “Þeir náðu tveimur vænum dýrum og koma með þá í land um klukkan 4 til 5 í fyrramálið," sagði Kristján Loftsson eigandi Hvals hf sem gerir hvalveiðibátinn Hval 9 í samtali við mbl.is í kvöld. Kristján telur að það takir ekki nema tvo tíma að flensa dýrin og búa kjötið undir frekari skurð og pökkun og verður því verki þannig lokið snemma í fyrramálið.