Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
18. júní. 2009 10:07

Stálu sjálfsala frá SOS um hábjartan dag

Þrjú ungmenni á norðurleið stálu síðdegis í dag sjálfsala af gólfi verslunarinnar Baulunnar í Stafholtstungum. Í sjálfsala þessum geta börn keypt fyrir 100 krónur tyggjókúlur eða skopparabolta. “Það var vitni að því þegar bifreið var stöðvuð fyrir framan búðina, ungur maður kom inn, tók sjálfsalann undir höndina, hljóp með hann út í bíl og var síðan ekið greitt í burtu. Vitnið náði númerinu á bílnum og lét ég lögregluna í Húnavatnssýslu vita,” sagði Kristberg Jónsson kaupmaður í Baulunni í samtali við Skessuhorn. Lögregla stöðvaði för ungmennanna en þá höfðu þau tæmt peningahólfið og hent sjálfsalanum út í skurð á leið sinni. “Þau höfðu líklega sjö þúsund krónur upp úr krafsinu. Versta er að sjálfsali þessi er til styrktar SOS barnaþorpunum, þannig að menn eru farnir að leggjast ótrúlega lágt í lágkúru sinni.

Þetta var dóplið að sunnan og faðir stúlkunnar, sem var einn þremenninganna, sagði þegar ég ræddi við hann að svona væri þetta orðið og hann gæti ekkert að gert. “Maður veldi sér vini en ekki ættingja en hefði ekkert um það að segja hvernig þeir hegðuðu sér þegar dópneysla væri annars vegar,” sagði faðirinn við mig og var verulega sorgmæddur,” sagði Kristberg í samtali við Skessuhorn.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is