19. júní. 2009 08:03
 |
Lögregluþjónn merkir bílinn eftir óhappið |
Bíll valt og hafnaði á hliðinni úti í skurði um hádegisbil í gær. Óhappið varð skammt frá Bekanstöðum í Hvalfjarðarsveit. Ökumaðurinn segir að fugl hafi flogið í veg fyrir bílinn og við það hafi hann fipast og misst stjórn á bílnum með fyrrgreindum afleiðingum. Nokkur lausamöl var á þessum stað eftir nýlegar viðgerðir á veginum. Ökumaðurinn slapp nær alheill frá veltunni, en fékk lítilsháttar skurð á hendi og þurfti því að fara til læknis. Bíllinn er mikið skemmdur ef ekki ónýtur.