Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
19. júní. 2009 01:44

Nýtt stjórnsýsluhús vígt í Hvalfjarðarsveit

Hallfreður, Laufey og Stefán framan við nýja húsið.
Íbúar í Hvalfjarðarsveit fögnuðu þjóðhátíðardeginum 17. júní með glæsibrag og vígðu um leið nýja stjórnsýsluhúsið í Melahverfinu en það hefur verið í byggingu næstliðin ár. Stjórnsýsluhúsið er í byggðakjarnanum í Melahverfinu og er hið vandaðasta í alla staði og til sóma fyrir alla sem að verkinu hafa komið.  “Skrifstofur og þjónustustofnanir Hvalfjarðarsveitar eru nú allar komnar á einn stað og því er nú öll stjórnsýslan sameinuð í þessu nýja húsi. Þessi framkvæmd kemur til með að styrkja sjálfstæði sveitarfélagsins. Samtals munu sex til sjö starfsmenn Hvalfjarðarsveitar vinna í húsinu. Aðstaðan er mjög góð og auðveldar okkur alla vinnu,” segir Laufey Jóhannsdóttir sveitarstjóri í samtali við Skessuhorn.

Í húsinu er fundarsalur sveitarstjórnar og salurinn er tengdur rúmgóðu anddyri sem hægt er að opna á milli og nýta fyrir ýmsar uppákomur í framtíðinni. Fyrir framan húsið er gott torg sem meðal annars er hægt að nýta til margs konar samkomuhalds líkt og íbúar gerðu á þjóðhátíðardaginn.

Syðri hluti hússins er hugsaður sem skrifstofuhótel og hefur nú þegar verið gengið frá samningum um leigu á hluta fyrir Heilbrigðiseftirlit Vesturlands og Stéttarfélag Vesturlands. Þessir aðilar munu hafa þarna góða aðstöðu. Núna standa viðræður yfir við önnur fyrirtæki um leigu á því húsnæði sem eftir er til útleigu. Húsið er um 650 fermetrar að stærð og þar af eru 320 fermetrar hugsaðir sem skrifstofuhótel.

 

“Það er mikil lyftistöng fyrir samfélagið í Hvalfjarðarsveit að hafa nú alla stjórnsýsluna sameinaða á einum stað. Það eflir alla skilvirkni í þjónustu við íbúa sveitarfélagsins. Jafnframt verður auðveldara að ná til allra þátta í þjónustunni og mun þetta framtak koma til með að styrkja og auka sjálfstæði Hvalfjarðarsveitar,” segir Laufey.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is