19. júní. 2009 01:53
Kvennalið ÍA vann sinn fyrsta leik í 1. deild Íslandsmótsins þetta sumarið þegar Skagfirðingarnir í Tindastóli/Neista komu í heimsókn í gærkvöldi, en áður hafði liðið tapað tveim leikjum. ÍA vann leikinn 4:1, eftir að hafa haft forustuna í leikhléi, 2:0. Karitas Hrafns Elvarsdóttir skoraði þrennu og Marcia Silva eitt.
Á sama tíma féll karlalið ÍA út úr Visa-bikarnum. Skagamenn töpuðu í Grundavík, 1:3 og skoraði Andri Júlíusson mark ÍA. Í fyrrakvöld féllu Víkingar í Ólafsvík einnig úr Bikarkeppninni. Þeir töpuðu líka 1:3 fyrir Þór nyrðra. Það var Fannar Hilmarsson sem skoraði mark Víkinga.
Meðfylgjandi mynd er úr sigurleik Skagakvenna í gærkvöldi. Ljósm. sas.