Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. júní. 2009 12:09

Handavinnusýning opnuð á Alþjóðadegi flóttamanna

Unnið við handverk í vetur.
Síðastliðinn vetur var í gangi verkefni á vegum Rauða kross Íslands, Akranessdeildar, sem nefndist Skapandi verk. Þar hittust átta af palestínsku flóttakonunum sem búa á Akranesi ásamt nokkrum fleirum, bæði íslenkum og erlendum íbúum. Anna Guðrún Júlíusdóttir handavinnukennari leiðbeindi þar við gerð palestínsks útsaums sem er að mörgu leyti líkur þeim íslenska. “Þetta var mjög gaman og fróðlegt. Við kynntumst um leið ólíkum menningarheimum og efldum félagsskapinn í gegnum þetta námskeið líkt og íslenskar konur hafa gert um áratugi t.d. í kvenfélögum landsins,” sagði Shyamali Ghosh sem búið hefur á Akranesi sl. ellefu ár. Hún segir að hópurinn sem var saman á námskeiðinu í vetur hafi farið í menningarferð til Reykjavíkur fyrir skömmu og þar hafi konurnar meðal annars heimsótt Þjóðminjasafn Íslands og skoðað gamalt íslenskt handverk.

Síðastliðinn laugardag, þann 20. júní, var Alþjóða flóttamannadagurinn. Þá var opnuð handavinnusýning í Bókasafninu á Akranesi. “Þar sýnum við það handverk sem unnið hefur verið í vetur á vegum Skapandi verks. Sýningin verður opin fram á sumar, eða þar til Bókasafnið lokar vegna flutnings á nýjan stað,” sagði Shyamali í samtali við Skessuhorn.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is