Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. júní. 2009 01:08

Allir glaðir á fjölmennasta Skagamótinu

Skagamenn og gestir þeirra eru ákaflega ánægðir að loknu vel heppnuðu Skagamóti Kaupþings sem fram fór um helgina. Þetta var fjölmennasta mótið í 25 ára sögu pollamótsins á Skaganum, alls tóku 120 lið þátt og leiknir voru 480 leikir frá hádegi á föstudegi til klukkan ellefu á sunnudagsmorgni. Veðrið var með ágætum og lék við mótsgesti sem skiptu þúsundum. Þar af voru knattspyrnumennirnir sjálfir, sem voru á aldrinum átta ára og niður úr, á tólfta hundraðið. Mikið skipulag þarf þegar haldið er Skagamót og lætur nærri að um 300 manns komi að framkvæmd þess.

Lárus Guðjónsson var móts- og vallarstjóri á Skagamótinu ásamt Þórði Þórðarsyni. Lárus segir að aðkomufólkið sé mjög ánægt með mótið og dvölina á Skaganum. „Allar tímasetningar stóðust mjög vel. Það slapp ákaflega vel með veðrið, vart kom dropi úr lofti nema í síðustu leikjunum á laugardag,“ segir Lárus.

Það er ekki aðeins að fótboltinn sé í hávegum á Skagamóti Kaupþings heldur sjá foreldrar fótboltaiðkenda á Skaganum til þess að nóg bakkelsi sé til staðar. Þannig var foreldrum og fylgdarliði boðið í foreldrakaffi þegar leikjum var lokið á föstudag. Fótboltamennirnir ungu fengu mat bæði kvölds og morgna framborinn í íþróttahúsinu á Jaðarsbökkum. Foreldrum gafst kostur á morgunverði í Safnaskálanum, ásamt því að Akraneskaupstaður bauð frítt á sýningar safnanna.

 

Á laugardagskvöld er síðan efnt til fjölskylduskemmtunar í Akraneshöllinni. Þar voru m.a. nemendur Grundaskóla með söng- og dansatriði úr Greace og leikararnir Halli og Gói sýndu Karíus og Baktus. Mátti vart á milli sjá hvorir skemmtu sér betur foreldrar eða börn.

 

Á Skagamóti Kaupþings eru margir sigurvegarar, enda mótið deildarskipt. Deildirnar heita eftir öllum stærstu deildum Evrópu ásamt þeirri íslensku. Mótinu lauk um hádegisbil á sunnudag með grillveislu, afhendingu verðlauna og viðurkenninga og mótsslitum. Allir fóru glaðir til síns heima, bæði aðkomumenn og heimamenn að lokinni vel heppnaðri helgi.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is