Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
22. júní. 2009 03:14

Stærsta Reykholtshátíðin til þessa

UniCum Laude sönghópurinn
Reykholtshátíð er alþjóðleg tónlistarhátíð sem haldin er í Reykholti síðustu vikuna í júlí ár hvert.  Hún hefur getið sér orð fyrir að vera ein vandaðasta tónlistarhátíð landsins.  Frá stofnun hennar 1997 hafa margir helstu tónlistarmenn landsins komið fram auk þess sem margir virtir erlendir tónlistarmenn, kórar og hljómsveitir hafa sótt hana heim. Sem fyrr er Steinunn Birna Ragnarsdóttir listrænn stjórnandi og framkvæmdastjóri hátíðarinnar.  “Við verðum með stærstu hátíðina hingað til og fáum 70 flytjendur frá fjórum löndum sem halda sjö tónleika í Reykholti dagana 22.-26. júlí. Einnig verður við í sérstöku samstarfi við menningarborgir Evrópu 2009 því fulltrúar tveggja þeirra þ.e. Pécs í Ungverjalandi og Vilnius í Litháen eiga fulltrúa á hátíðinni,” segir Steinunn Birna.

“Frá Ungverjalandi fáum við frábærar sönghóp, UniCum Laude, sem heldur tvenna tónleika, þá fyrri 22. júlí með kirkjutónlist frá ýmsum tímum og þá síðari 23. júlí með blandaðri efnisskrá madrígala, gospel og léttari laga. Þessi hópur er meðal bestu sönghópa sem völ er á og eru svolítið áþekkir King Singers sem margir þekkja. Frá Vilnius fáum við St. Christopher hljómsveitina sem kemur fram á laugardeginum 25. júlí og sunnudeginum bæði klukkan 16 og síðan ásamt karlakórnum Fóstbræðrum á lokatónleikunum klukkan 20. Meðal annarra flytjenda á hátíðinni má nefna Trio Nordica og Auði Gunnarsdóttur sópransöngkonu,” segir Steinunn Birna.

 

Hún segir Reykholtshátið jafnframt vera atvinnuskapandi menningarstarfsemi sem styrki stoðir atvinnu- og menningarlífs okkar. Reykholtshátíð er orðin virt tónlistarhátíð í alþjóðlegu samhengi og laðar að sér fjölmarga ferðamenn ár hvert. Þannig er hún góð landkynning og menningarviðburður sem hefur orðið veglegri með hverju ári og er nú ein stærsta tónlistarhátíð landsins.

 

Miðar á hátíðina eru seldir í forsölu á www.midi.is  og í gegnum heimasíðuna www.reykholtshatid.is  

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is