Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
23. júní. 2009 07:34

Íslenskt járn unnið í fyrsta skipti eftir 456 ár

Ragnar leiðbeinir þarna eldsmiðum um helgina.
Ragnar Eðvaldsson fornleifafræðingur og minjavörður á Vestfjörðum var forgöngumaður um vinnslu mýrarrauða á þingi eldsmiða sem fram fór á Akranesi um liðna helgi. Náð var í mýrarrauða austur fyrir fjall og skellt sjö kílóum í brennsluofn sem sérstaklega var hlaðinn af þessu tilefni. Úr þessari vinnslu kom eitt kíló af járni, en um tilraun var að ræða, þar sem ekki eru til heimildir um að járnvinnsla hafi verið reynd hér með árangri síðan árið 1553. „Við komust að því að íslenska járið er hreint og gott til vinnslu. Um næstu helgi er síðan ætlunin að vinna mýrarrauða sem fenginn var uppi í Borgarfirði. Mýrarrauða er að finna víða um land og því talsverðir möguleikar hér á járnvinnslu ef vilji er til,“ segir Ragnar Eðvaldsson.

Ragnar segir að við uppgröft á gröfum og kumlum frá landsnámsöld séu víða merki um vinnslu járns. Vinnslugjall hafi fundist í þeim kumlum, en ekki eftir að kom fram á miðaldir. „Líklega hafa menn hætt járnvinnslu þegar skógarnir voru á þrotum og eldiviðurinn því ekki til staðar. Það er mjög merkilegt ef það hefur verið reyndin að Íslendingar hafi verið að framleiða sitt eigið járn fram eftir öldum. Fornrit segja frá járnbændum, en engar heimildir eru um að menn hafi verið að flytja járn með skipum til landsins,“ segir Ragnar Eðvaldsson.

 

Sjá einnig viðtal við Guðmund Sigurðsson forgöngumann móts eldsmiða, ásamt myndum, í Skessuhorni sem kemur út á morgun.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is