23. júní. 2009 01:32
Föstudaginn 26. júní opna 13 þekktir mynlistarmenn sýningu á vatnslitamyndum í Brákarey, í húsnæði Ólafar Davíðsdóttur. Myndirnar eru allar málaðar í Borgarfirði og víðar um Vesturland í þessari viku, en þeir hófu störf í morgun og ætla að sýna afraksturinn um næstu helgi. “Þetta eru með þekktari vatnslitamálurum Norðurlanda sem hér eru saman komnir hjá mér. Listrænn leiðbeinandi fyrir hópinn er Kristín Þorkelsdóttir sem meðal annar hefur gert myndir á íslenska peningaseðla,” sagði Ólöf í samtali við Skessuhorn.
Sýningin verður opnuð á föstudaginn klukkan 14 og verður einungis opin í tvo daga, henni lýkur á laugardagskvöld.