Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
26. júní. 2009 09:02

Vonast eftir virkri þátttöku gesta á Brákarhátíð

Unnið var að gerð Brákar í vikunni.
„Við erum að skapa hátíð sem kallar fram almenna þátttöku bæjarbúa og brottfluttra, hátíð sem verður árviss viðburður og kannski svolítið frábrugðin öðrum bæjarhátíðum,“ segir Hildur M. Jónsdóttir verkefnisstjóri fyrir Brákarhátíð sem haldin verður í Borgarnesi á morgun, laugardag. Þar verður ýmislegt til skemmtunar, frá því að svokallað Brákarhlaup fer fram fyrir hádegið og þar til fjölskylduskemmtun lýkur í Skallagrímsgarði seinni hluta dags. „Mikill áhugi hefur verið meðal bæjarbúa að koma á fót árlegri bæjarhátíð og við teljum það sterkt að byggja á sögu staðarins. Við lítum svo á að Brák sé fyrsta hetja Íslendingasagnanna, því hvað er göfugmannlegra en að fórna eigin lífi til bjargar öðru. Við teljum einnig að Brák sé hetja í anda hins nýja Íslands sem nú er að byggjast upp þar sem líf hennar snerist um góðvild, hjálpsemi og fórnfýsi,” segir Hildur.

Þessa vikuna hafa krakkarnir í vinnuskólanum í Borgarnesi unnið að gerð risastórrar brúðu sem verður einkenni hátíðarinnar, undir stjórn Bernd Ogrodnik brúðugerðarmeistara. Þetta verður Brák sjálf og Hildur segir að það sé einmitt eitt af markmiðunum með Brákarhátíðinni að hún verði talsvert í anda Brákar, að þar svífi velvildin og fórnfýsin yfir vötnum. Fólk sé tilbúið að færa fram fórnir til að skemmta öðrum og maður er manns gaman verði aðall hátíðarinnar. Einnig hefur allur undirbúningur verið unninn í sjálfboðavinnu og flestir sem koma að hátíðinni gefa vinnu sína.

 

Þjóðleg skemmtun

Eins og fyrr segir hefst Brákarhátíðin með Brákarhlaupinu klukkan 11 í fyrramálið, þar sem hlaupið verður frá Granastöðum út í Brákarey. Hægt verður að skrá sig í hlaupið við Landnámssetrið klukkan 10. Allir sem æfa með Skallagrími fá frítt í hlaupið. Um hádegisbilið verður leiðsögn um sýninguna Börn í 100 ár í Safnahúsinu í Borgarnesi. Þá verður einnig fuglskoðun í Englendingavík við leiðsögn Finns Torfa Hjörleifssonar, ásamt því sem gönguleiðsögn um Neðribæ Borgarness verður frá Landnámssetrinu undir leiðsögn Guðrúnar Jónsdóttur.

 

Á öðrum tímanum verður svo farið í skrúðgöngu frá Brákarsundi sem brúðan Brák mun leiða upp í Skallagrímsgarð en þar hefst fjölskylduskemmtunin klukkan tvö. Þar verður ýmislegt til skemmtunar, svo sem söngur, spurningaleikur, rímnakveðskapur Ásatrúarfélagsins, víkingafélagið Hringhorni sýnir víkingaleika, víkivaki verður dansaður, handverksfólk, eldsmiðir, kiðlingar og fleira verður til skemmtunar í garðinum. Þá verður að sjálfsögðu fjöldasöngur og þess vænst að gestir taki virkan þátt í skemmtiatriðum, svo sem víkivakanum og fleiru.

 

„Við hlökkum til að sjá sem flesta og eigum góðan dag saman í gleði og leik,” segir Hildur að lokum.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Dalabyggð

Hornabú

Grundarfjarðarbær

ATH! Breyttur tími og dagsetning stofnun Matarklasa

Grundarfjarðarbær

Sorphirða

Grundarfjarðarbær

Aðalskipulag Grundarfjarðar - tillaga

Grundarfjarðarbær

Hunda- og kattahreinsun

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is