29. júní. 2009 09:13
Landmælingar Íslands hafa nú þróuð nýja veflausn í þeim tilgangi að bæti aðgengi almennings að kortasafni stofnunarinnar. Hægt er að nálgast upplýsingar um kortin og skoða þau. Í hverri viku bætast ný kort inn á vefinn, en þau eru birt um leið og skönnun kortanna er lokið. Á undanförnum mánuðum hefur jafnt og þétt verið unnið að því að skanna þessi gögn til að tryggja að afrit séu til af gögnunum og til að bæta aðgengi allra að þeim. Búið er að skanna stóran hluta safnsins og útlit er fyrir að verkinu verði lokið á þessu ári. LMÍ búa yfir stóru og merkilegu kortasafni. Rúmlega 2500 kort hafa verið skráð í safnið. Stærstur hluti þess eru kort sem LMÍ hafa gefið út frá því að stofnunin var sett á laggirnar árið 1956 en einnig er mikið af kortum frá kortlagningu Dana hér á landi á tímabilinu 1900 - 1939.