Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
29. júní. 2009 11:54

Pílagrímaganga um Síldarmannagötur

Hópurinn við Fitjakirkju.
Síðastliðinn sunnudag gekk vaskur hópur fólks yfir Síldarmannagötur, en það er sá hluti gamallar þjóðleiðar norðan úr landi og á Þingvöll sem liggur frá Skorradal og yfir í Hvalfjörð.  Gangan nefndist Pílagrímaganga og þótti mannbætandi og góð. Endað var í messu að Fitjum sem helguð var heilögum Nikulási.  Gangan bar undirtitilinn Lífsganga - frá hjalla til hjalla. Henni var skipt upp í fimm hluta þar var litið var yfir farinn veg á lífsgöngu einstaklingsins. Stoppað var á fimm stöðum og farið með hugleiðingu, en einstaklingurinn leit yfir eigin lífsgöngu með hugleiðingu um hver væri staða hans í tilverunni.  Byrjað var inni í botni Hvalfjarðar. Þar er fyrsti hluti göngunnar allur á brattann eins og fyrstu æviárin. Síðan var ævin tekin fyrir eftir sem leið á gönguna og endað með að baða fætur sínar í ánni við Fitjar áður en gengið var til kirkju þar sem haldin var helgistund.  Um messuna sáu prestshjónin Arnfríður Guðmundsdóttir og Gunnar Rúnar Matthíasson.

Að lokinni messu var boðið upp á myndlistarsýningu í nýjasta galleríinu á Vesturlandi en það nefnist Fjósaklettur. Þar sýnir Gunnlaugur Stefán Gíslason vatnslitamyndir. Kirkju- og skógarbóndinn Hulda Guðmundsdóttir bauð göngufólki síðan upp á hressingu. Hulda átti veg og vanda að skipulagningu ferðarinnar sem minna átti fólk á liðna tíma og um leið að benda á að íhuga eigin lífsgöngu.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is