Forsíða
Auglýsing
Rss straumur af fréttum frá Skessuhorni
Lágnætti. Þriðji Óðinsdagur í Haustmánuði
Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
01. júlí. 2009 02:00

Vatnsveita borguð án heimildar sveitarstjórnar

Þegar farið var að skyggnast í reikninga sveitarfélagsins Dalabyggðar fyrir árið 2008 kom í ljós reikningur vegna lagningar nýrrar vatnsveitu frá Hjarðarholti að Goddastöðum, sem framkvæmd var á árinu á undan. Þessi kostnaður við veitulögnina var greiddur án heimildar sveitarstjórnar og byggðarráðs, enda hefur sveitarsjóður Dalabyggðar ekki staðið straum að veitulögnum í dreifbýli.

Um málið var bókað á síðasta fundi sveitarstjórnar Dalabyggðar og segja fulltrúar í sveitarstjórninni greinilegt að Gunnólfur Lárusson fyrrverandi sveitarstjóri hafi tekið það upp á sitt eindæmi að sveitarfélagið greiddi þennan reikning, sem var um 350 þúsund krónur.

Sveitarstjórn Dalabyggðar ætlar ekki að hafa uppi málarekstur, heldur lítur á þetta sem mistök af hálfu sveitarfélagsins. Í bókuninni á sveitarstjórnarfundinum segir m.a.: „Kostnaður vegna framkvæmdarinnar liggur ekki fyrir þar sem aðeins þessi eini reikningur er merktur framkvæmdinni. Sveitarstjórn lítur svo á að hér sé ekki um fordæmisgefandi framgang að ræða og að ekki verði ráðist í hliðstæða framkvæmd nema að undangegnu ítarlegu mati og samþykki sveitarstjórnar.“ Ekki náðist í Gunnólf Lárusson  fyrrverandi sveitarstjóra Dalabyggðar til að inna hann frekar eftir aðkomu hans að málinu 

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Héðan og þaðan
Dalabyggð

Framtíð Breiðafjarðar

Framleiðnisjóður Landbúnaðarins

Fram á völlinn

Grundarfjarðarbær

Fundaröð um vegamál á Vesturlandi

Grundarfjarðarbær

Bæjarstjórnarfundur

Dalabyggð

Sveitarstjórn Dalabyggðar - 181. fundur

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is