03. júlí. 2009 02:44
 |
Flosi og Kokteill á Kaldármelum í morgun. Ljósm.: Kolla |
Flosi Ólafsson og Kokteill frá Geirmundarstöðum náðu hæstu einkunn í forkeppni unglinga á Fjórðungsmótinu á Kaldármelum, sem hófst í býtið í morgun og lauk í hádeginu í blíðskaparveðri. Flosi Ólafsson á Kokteil frá Geirmundarstöðum trónir í efsta sæti eftir forkeppnina með 8,34. Heiðar Árni Baldursson á Breka frá Brúarreykjum er í öðru sæti með 8,27 í einkunn og fast á hæla þeirra fylgja þau Bryndís Rún Baldursdóttir og Aron frá Eystra-Hól með 8,27. Þess ber að geta að aukastafir í einkunnagjöf skilja þar að annað og þriðja sætið.