Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
05. júlí. 2009 12:24

Steinnesbúið valið ræktunarbú FM 2009

Kiljan frá Steinnesi var eitt fimm hrossa í sýningunni
Átta bú sýndu hross úr ræktun sinni á Kaldármelum í gær.  Fimm búanna voru frá Vesturlandi, þ.e. Álftarós, Nýi Bær 2, Skáney, Skjólbrekka og Stóri-Ás í Borgarbyggð en auk þess Höfðabakki í Húnaþingi vestra, Steinnes í Austur-Húnavatnssýslu og Tunguháls II í Skagafirði. Sýningin fór fram í blíðskaparveðri og feikna skemmtileg stemning myndaðist í brekkunni þar sem um þrjú þúsund áhorfendur fylgdust með. Það var síðan fimmtán manna hópur undir handleiðslu Ágústar Sigurðssonar rektors LbhÍ sem valdi ræktunarbú Fjórðungsmóts 2009.  Var hópurinn einróma um að ræktunarbúið Steinnes í Austur Húnavatnssýslu yrði fyrir valinu. Mörg góð ræktunarbú tóku þátt í sýningunni og allar voru sýningarnar skemmtilegar og kröftugar.  Glæsilegir gæðingar frá öllum ræktunarbúunum sýndu góð tilþrif.

Brekkudómarar sem Skessuhorn ræddi við voru þó sammála um að Skáneyjarbúið hefði örugglega átt að skipa annað sætið.

 

Í umsögn dómnefndar um hópinn frá Steinnesi sagði að engan veikan blett væri þar að finna. Þar voru tómir snillingar og afrekshross á ferð. Brekkan fagnaði ákaft þegar hópurinn reið um völlinn.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is