Senda Skessuhorni fréttaskot
Spurning vikunnar
Hver er þinn uppáhalds mánuður
Áskrift að Skessuhorni
Færð á vegum
Vestfirðir Suð-Austurland Vesturland Austurland Norðurland Suð-Vesturland Landið allt Suðurland
07. júlí. 2009 08:03

Tvennir tónleikar framundan í Reykholti

Fimmtudaginn 8. júlí kemur kór Árósaháskóla og heldur tónleika í Reykholtskirkju. Efnisskrá kórsins spannar víðfeðmt svið tónverka frá ýmsum tímum sem flutt eru án undirleiks. Á tónleikunum í Reykholtskirkju verða flutt verk eftir Stefán Arason, Jón Leifs, F. Mattiassen, Carl Nielsen, Per Skriver og ýmis dönsk sumarlög. Kórinn skipa 25 - 30 háskólastúdentar á aldrinum 20-40 ára. Hann er talinn meðal allra bestu áhugamannakóra Danmerkur og hefur sungið inn á fjóra hljómdiska, sungið kirkjuleg verk í danska sjónvarpinu og tekið þátt í ýmsum alþjóðlegum tónlistarhátíðum. Markmið kórfélaga er að breiða út þekkingu á sígildum kórverkum og að þróa hina hefðbundnu kórahefð með því að flytja nýleg verk samin fyrir kóra.

Lögð er áhersla á að kórfélagar læri alla texta utan að en það gefur möguleika á frjálslegri uppstillingu í rýminu og kórfélagar ná betra sambandi bæði við stjórnanda og áheyrendur. Stjórnandi kórsins er Carsten Seyer Hansen en hann stofnaði kórinn árið 1995.

 

Þriðju tónleikarnir í sumartónleikaröð

Þriðjudaginn 14. júlí mun Sólveig Sigríður Einarsdóttir organisti við Akureyrarkirkju halda þriðju tónleikana í orgeltónleikaröð sumarsins í Reykholtskirkju. Á efnisskránni eru verk eftir Jan Pieterszoon Sweelinck (1569), Francois Couperin (1668), Johann Sebastian Bach (1685), Felix Mendelssohnn Bartholdy (1809), César Auguste Frank (1822)  Léon Boëllmann (1862), Sigfried Karg-Elert (1877). Sólveig Sigríður lauk kantorsprófi frá Tónskóla Þjóðkirkjunnar vorið 2008. Aðalkennari hennar var Eyþór Ingi Jónsson organisti við Akureyrarkirkju. Sólveig er kennari við Tónlistarskóla Austur Húnvetninga og hefur verið organisti, undirleikari og kórstjóri um langt árabil.  Tónleikarnir hefjast  kl. 20.30.

Sjónvarp Skessuhorns
Leit á vefnum
Fréttasafn
Næsta ár Fyrra ár
Mest lesið í vikunni
Aðsendar greinar
Hulda Hrönn Sigurðardóttir

Þjónusta við einstaklinga með ...

Ásmundur Einar Daðason

Ljósleiðari á hvert heimili

Bjarni Jónsson

Landsnet verði í samfélagseigu

Ólafur Óskarsson

Betri byggð, öruggari umferð

Lilja Rafney Magnúsdóttir

Spilavíti eru „Víti til varnað...

Frá mbl.is

Ekki tókst að sækja efni

Frá visir.is

Ekki tókst að sækja efni

Skessuhorn á Facebook Skessuhorn á LinkedIn Skessuhorn á Twitter Skessuhorn á Instagram Skessuhorn ehf. kt. 560103-3870 - Kirkjubraut 56, 300 Akranes - Sími 433 5500 - Ritstjórn skessuhorn@skessuhorn.is